Skrifaði söguna á heimsbikarmóti í áhaldafimleikum

Hildur Maja Guðmundsdóttir er fyrst allra íslenskra kvenna til að …
Hildur Maja Guðmundsdóttir er fyrst allra íslenskra kvenna til að vinna til verðlauna á heimsbikarmóti. Ljósmynd/Fimleikasamband Íslands

Hildur Maja Guðmundsdóttir gerði sér lítið fyrir og vann silfurverðlaun á heimsbikarmóti í áhaldafimleikum sem haldi var í Tashkent í Uzbekistan í dag.

Fimleikasamband Íslands greindi fyrst frá

Hildur átti frábærar æfingar í undankeppninni og átti góða möguleika á verðlaunum í úrslitunum. Hildur átti frábæra gólfæfingu sem skilaði henni 12.250 stigum og þar með silfurverðlaunum.

Í gær keppti Hildur til úrslita á tvíslá þar sem hún hækkaði sig um 0.150 stig á milli daga og hafnaði hún þar í 8. sæti.

Ljóst er að Hildur Maja, sem æfir hjá Gerplu, á svo sannarlega framtíðina fyrir sér og gaman verður að fylgjast með henni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert