FH leiðir eftir fyrri dag

Hilmar Örn Jónsson vann sleggjukastið í dag.
Hilmar Örn Jónsson vann sleggjukastið í dag. mbl.is/Hákon Pálsson

Lið FH er í forystu eftir fyrri dag bikarkeppni FRÍ en keppt var í 14 greinum á Sauðárkróki í dag.

FH leiðir stigakeppnina með 90 stig, lið ÍR er í öðru sæti með 83 stig og Fjölnir/UMSS er í þriðja sæti með 75 stig.

Hilmar Örn Jónsson frá FH vann sleggjukast karla með kasti upp á 72,35 m og FH-ingurinn Sindri Karl Guðmundsson sigraði spjótkast karla en hann kastaði 75,53 m.

Embla Margrét Hreimsdóttir úr FH bar sigur úr býtum í 1500 m hlaupi kvenna þegar hún hljóp á tímanum 4:38,08 mínútum en það er persónuleg bæting utanhúss.

Ísold Sævarsdóttir sigraði 400 m hlaup kvenna og sló sitt persónulega met. Hún kom í mark á tímanum 56,33 sekúndum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert