5 sekúndubrot milli gulls og silfurs

Jimmy Grassier fagnar sigri í 10,000 kílómetra hlaupi karla
Jimmy Grassier fagnar sigri í 10,000 kílómetra hlaupi karla AFP/ Jewel Samad

Það var mikil spenna þegar keppt var í 10.000 metra hlaupi karla á HM í frjálsum íþróttum í dag.

Það var Frakkinn Jimmy Gressier sem hafnaði með gullverðlaunin. Hann hljóp á 28 mínútum, 55 sekúndum og 77 sekúndubrotum.

Fimm sekúndubrotum munaði á Gressier og Yomif Kejelcha frá Eþíópíu sem kom í mark eftir 28 mínútur, 55 sekúndur og 83 sekúndubrot, sem þurfti að sætta sig við silfur. Svíinn Andreas Almgren var þriðji á tímanum 28, mínútur, 56 sekúndur og tvö sekúndubrot.

Úrslitakeppni kvenna í sleggjuskasti fór einnig fram í dag. 

Tólf keppendur tóku þátt í úrslitakeppninni en það var Bandaríkja Konan Valarie Allman sem hafnaði með gull er hún kastaði lengst, eða 69,48 metra.

Hollendingurinn Jorinde Van Klinken hafnaði í öðru sæti þegar hún kastaði 67,50 metra, og í þrjiðja sæti hafnaði hin kúbverska Silinda Moráles þegar hún kastaði 67,25 metra.

Einnig var keppt til verðlauna í langstökki kvenna í dag. Tara Davis-Woodhall frá Bandaríkjunum stökk lengst, eða um 7,13 metra.

Hin þýska Malaika Mihambo hafnaði í öðru sæti er hún stökk 6,99 metra og á eftir henni var Natalia Linares frá Kólumbíu er hún stökk 6,92 metra.

 

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert