Bætti heimsmetið í fjórtánda sinn

Mondo Duplantis við keppni í dag.
Mondo Duplantis við keppni í dag. AFP/Antonin Thuillier

Sænski stangarstökkvarinn Mondo Duplantis gerði sér lítið fyrir og sló sitt eigið heimsmet í 14. sinn þegar hann stökk yfir 6,30 metra í úrslitum greinarinnar á HM í frjálsíþróttum í Tókýó.

Duplantis hefur það fyrir sið að bæta eigið heimsmet um einn sentimetra í senn og tókst það enn einu sinni í dag.

Hann þurfti þó að hafa sig allan við þar sem Duplantis komst ekki yfir 6,30 metra fyrr en í þriðju og síðustu tilraun.

Svíinn er því heimsmeistari en Emmanouil Karalis frá Grikklandi varð annar með því a stökkva 6 metra og Bandaríkjamaðurinn Sam Kendricks hafnaði í þriðja sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert