Myndir: Svíinn ærðist af fögnuði

Mondo Duplantis umkringdur ljósmyndurum.
Mondo Duplantis umkringdur ljósmyndurum. AFP/Kirill Kudryavtsev

Sænski stangarstökkvarinn Mondo Duplantis gat ekki leynt kæti sinni þegar hann tryggði sér heimsmeistaratitilinn í greininni í þriðja sinn og sló eigið heimsmet í 14. sinn á HM í frjálsíþróttum í Tókýó í dag.

Duplantis fagnaði vel og innilega með sínum nánustu og viðstöddum áhorfendum sem urðu vitni að því þegar hann skráði sig enn á ný í sögubækurnar.

Fjöldi ljósmyndara er eins og gefur að skilja í Tókýó og náðu nokkrum mögnuðum myndum af fögnuði Duplantis í dag:

Sam Kendricks og Emmanouil Karalis, sem unnu til brons- og …
Sam Kendricks og Emmanouil Karalis, sem unnu til brons- og silfurverðlauna, samgleðjast Duplantis. AFP/Andrej Isakovic
Ljósmyndarar flykkjast að Duplantis eftir að hann sló heimsmetið í …
Ljósmyndarar flykkjast að Duplantis eftir að hann sló heimsmetið í 14. sinn í dag. AFP/Antonin Thuillier
Duplantis skellir í sjálfu í tilefni heimsmetsins og heimsmeistaratitilsins.
Duplantis skellir í sjálfu í tilefni heimsmetsins og heimsmeistaratitilsins. AFP/Andrej Isakovic
Duplantis kyssir kærustu sína.
Duplantis kyssir kærustu sína. AFP/Antoni Thuillier
Duplantis fagnar ásamt kærustu sinni.
Duplantis fagnar ásamt kærustu sinni. AFP/Andrej Isakovic
Karalis, Duplantis og Kendricks hæstánægðir með afrek Svíans.
Karalis, Duplantis og Kendricks hæstánægðir með afrek Svíans. AFP/Andrej Isakovic
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert