Bandaríkjamaðurinn reyndist hlutskarpastur

Tyler Mason, Cordell Tinch og Orlando Bennett með verðlaunapeninga sína …
Tyler Mason, Cordell Tinch og Orlando Bennett með verðlaunapeninga sína í dag. AFP/Kirill Kudryavtsev

Bandaríkjamaðurinn Cordell Tinch tryggði sér heimsmeistaratitil í fyrsta sinn á ferlinum þegar hann kom fyrstur í mark í 110 metra grindahlaupi á HM í frjálsíþróttum í Tókýó í dag.

Tinch hljóp á 12,99 sekúndum og skákaði þannig Orlando Bennett frá Jamaíku og Tyler Mason, einnig frá Jamaíku.

Bennett hljóp á 13,08 sekúndum og Mason á 13,12 sekúndum.

Tinch er 25 ára gamall og keppti einnig í hástökki og langstökki þar til hann ákvað fyrir tveimur árum að einbeita sér alfarið að grindahlaupi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert