Katla í 23. sæti á HM

Katla Björk tekur á því á HM í Förde.
Katla Björk tekur á því á HM í Förde. Ljósmynd/Nikolaj Rønnow

Katla Björk Ketilsdóttir keppti fyrst Íslendinga á HM í ólympískum lyftingum í Förde í Noregi í gær í -63 kg flokki. Hafnaði hún í 23. sæti af 33 keppendum.

Hún lyfti fyrst 84 kílóum í snörun en tókst ekki að lyfta 87 og 88 kílóum í næstu lyftum.

Hún lyfti 100 kílóum í jafnhendingu í annarri tilraun og svo 104 kílóum í þriðju tilraun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert