Keppti á sínu fyrsta heimsmeistaramóti

Bergur fagnar í Noregi.
Bergur fagnar í Noregi. Ljósmynd/Nikolaj Rønnow

Bergur Sverrisson hafnaði í 19. sæti á HM í ólympískum lyftingum í Noregi í -88 kg flokki karla er hann keppti á sínu fyrsta heimsmeistaramóti.

Hann varð í 13. sæti á Evrópumeistaramótinu fyrr á árinu. Bergur hóf keppni í C-hóp á 130 kg í snörun, lyfti svo 135 kg en klikkaði á 140 kg í síðustu tilraun sem einnig var tilraun til Íslandsmets.

Í jafnhendingu fékk Bergur tvívegis ógilda lyftu en hann sýndi góðan baráttuanda með því að lyfta 158 kg gildri í þriðju og síðustu tilraun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert