UFC hefur úrskurðað írska bardagakappann Conor McGgregor í 18 mánaða keppnisbann eftir að hann missti af þremur lyfjaprófum á árs tímabili.
Samkvæmt lyfjaeftirliti bardagaíþrótta, CSAD, lét McGregor ekki sjá sig í fyrirhuguð lyfjapróf 13. júní, 19. september og 20. september á síðasta ári.
Upphaflega stóð til að úrskurða hann í 24 mánaða bann en CSAD greindi frá því að bannið hafi verið stytt vegna samvinnu McGregor við rannsóknina auk þess sem hann glímdi við meiðsli.
Samkvæmt reglum UFC áskilja samtökin sér rétt til þess að krefja bardagakappa sína um að mæta í lyfjapróf fyrirvaralaust en Írinn lét ekki sjá sig í neitt þeirra á síðasta ári.
McGregor, sem er 37 ára gamall, hefur ekki barist síðan hann fótbrotnaði í tapi fyrir Dustin Poirier í júlí árið 2021.
