Besti árangur Guðnýjar

Guðný Björk Stefánsdóttir ánægð við keppni í Noregi.
Guðný Björk Stefánsdóttir ánægð við keppni í Noregi. Ljósmynd/LSÍ

Guðný Björk Stefánsdóttir keppti í gær í -77 kg flokki kvenna á HM í ólympískum lyftingum í Noregi. Guðný keppti í C-hóp þar sem hún varð þriðja en endaði í 21. sæti í heildarkeppninni.

Guðný fór með allar þrjár snaranirnar sínar í gegn; 90 kg, 93 kg og 96 kg. Í jafnhendingu byrjaði hún á 114 kg, fór svo í 117 kg sem báðar voru gildar en klikkaði í þriðju tilraun á 119 kg.

Guðný keppti létt í -77 kg flokknum, aðeins 72,37 kg og bætti sig um 5 kg frá því á HM 2024 og er þetta besti árangur hennar á stórmóti hingað til.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert