Erla Ágústsdóttir bætti persónulegan árangur í ólympískum lyftingum umtalsvert þegar hún keppti á heimsmeistaramótinu í Noregi í dag.
Erla varð í 14. sæti í -86 kg þyngdarflokki, en hún keppti í B-riðli. Erla snaraði 106 kg og bætti sig því alls um 4 kg í keppni. Hún jafnhenti svo 122 kg og bætti sinn besta keppnisárangur þar um tvö kíló. Samanlagt lyfti Erla 228 kg sem er sjö kílóum þyngra en hún átti best samanlagt fyrir keppnina á HM.
Í jafnhendingunni opnaði hún á 118 kg, því næst fór hún í 122 kg sem var 2kg bæting og fékk þá lyftu gildu. Síðasta tilraunin var 125 kg og náði hún ekki að fá hana gilda en 228 kg í samanlögðum árangri niðurstaðan og bæting í samanlögðum árangri um 7 kg en áður var besti árangur Erlu á HM 2024 þar sem hún endaði í 13. sæti.
Þar með hafa allir íslensku keppendurnir lokið keppni á HM í lyftingum. Guðný Björk Stefánsdóttir endaði í 21. sæti í -77 kg flokki, Bergur Sverrisson í 19. sæti í -88 kg flokki og Katla Björk Ketilsdóttir í 23. sæti í -63 kg flokki. Eygló Fanndal Sturludóttir Evrópumeistari í -71 kg flokki var skráð í A-riðil -77 kg flokksins, en gat ekki keppt vegna meiðsla.