Góður leikur Orra í stórsigri

Orri Freyr Þorkelsson.
Orri Freyr Þorkelsson. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Orri Freyr Þorkelsson landsliðsmaður í handbolta átti góðan leik í sigri Sporting á Gaia í í öruggum heimasigri 45:28 í portúgölsku 1. deildinni í kvöld.

Orri var markahæsti leikmaður Sporting ásamt Martim Costa en þeir skoruðu báðir sjö mörk. Orri hefur spilað með Sporting frá árinu 2022. Hann varð portúgalskur meistari með liðinu í fyrra þegar liðið vann bæði deildar- og bikarkeppnina.

Sporting er með 21 stig í deildinni en liðið hefur unnið alla sjö leiki sína. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert