Sögulegt tap Djokovic

Novak Djokovic.
Novak Djokovic. AFP/Hector Retamal

Serbinn Novak Djokovic er úr leik á Shanghai Masters-mótinu í tennis eftir tap í undanúrslitum gegn Valentin Vacherot frá Mónakó.

Vacherot er 26 ára gamall og í 204. sæti heimslistans og hann er sá lægsti á heimslistanum til að komast í úrslit á ATP Masters 1000 móti í sögunni eftir 6:3 - 6:4-sigur í dag.

Djokovic var að glíma við meiðsli í mjöðm en komst þrátt fyrir það alla leið í undanúrslit.

Vacherot mætir annaðhvort Daniil Medvedev eða Arthur Rinderknech í úrslitum á morgun.

Valentin Vacherot er kominn í úrslit.
Valentin Vacherot er kominn í úrslit. AFP/Hector Retamal
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert