SR vann góðan sigur á Íslandsmeisturum Fjölnis, 3:2, á Íslandsmóti kvenna í íshokkí í Egilshöll í kvöld.
SR er nú með sex stig í öðru sæti og Fjölnir er áfram án stiga í þriðja og neðsta sæti.
Bríet María Friðjónsdóttir kom SR í 1:0 í fyrstu lotu áður en Sigrún Árnadóttir jafnaði metin fyrir Fjölni í annarri lotu.
Í þriðju og síðustu lotu kom Arna Björg Friðjónsdóttir SR í 2:1 en aftur jafnaði Fjölnir metin. Að þessu sinni var það Sofía Sara Bjarnadóttir.
Arna Björg skoraði svo sigurmark SR áður en yfir lauk og sá til þess að liðið vann Fjölni öðru sinni á tímabilinu.
