Frá keppni fram í nóvember þökk sé HSÍ

Daníel Þór Ingason.
Daníel Þór Ingason. mbl.is/Karítas

Handboltamaðurinn og Eyjamaðurinn Daníel Þór Ingason verður frá keppni næstu vikurnar vegna meiðsla sem hann varð fyrir þegar hann var að taka upp auglýsingaefni fyrir markaðsdeild Handknattleikssambands Íslands.

Þetta tilkynnti Erlingur Birgir Richardsson, þjálfari ÍBV, í samtali við Handbolta.is en Daníel er með tognað liðband og leikur því ekki með Eyjamönnum aftur fyrr en í fyrsta lagi í nóvember eftir landsleikjahléið.

„Liðband sem tengir saman viðbein og hægri öxlina tognaði,“ sagði Erlingur í samtali við Handbolta.is í morgun.

„Þar af leiðandi má reikna með að minnsta kosti tvær vikur líði áður en Daníel Þór má byrja að hreyfa öxlina að einhverju ráði,“ sagði Erlingur enn fremur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert