Golf: Björgvin marði Ottó í 32-manna úrslitum

Anna Lísa Jóhannsdóttir (t.v.) ásamt Guðfinnu Halldórsdóttur (t.h.). Þær voru …
Anna Lísa Jóhannsdóttir (t.v.) ásamt Guðfinnu Halldórsdóttur (t.h.). Þær voru lengst af jafnar,en Guðfinna hafði það á 19. holu. mbl.is/vajo

Björgvin Sigurbergsson sigraði Ottó Sigurðsson í skemmtilegri og jafnri viðureign á 19. holu í 32-manna úrslitum á Íslandsmótinu í holukeppni á Grafarholti í dag og er því kominn í 16-manna úrslit sem hefjast á morgun. Guðfinna Halldórsdóttir vann Önnu Lísu Jóhannsdóttur einnig á 19. holu og er komin í 8-manna úrslit og þá sigraði Anna Jódís Sigurbergsdóttir Helenu Árnadóttur úr GA 4/3.

Magnús Lárusson er kominn í 16-manna úrslit ásamt Heiðari Davíð Bragasyni, Kjartani D. Kjartanssyni, Davíð Viðarssyni, Gunnlaugi H. Erlendssyni, Ólafi Má Sigurssyni og Helga Birki Þórissyni.

Keppni er ekki lokið í dag þegar þetta er skrifað.

Hægt er að fylgjast með gangi mála á heimasíðu Golfklúbbs Reykjavíkur.

Björgvin og Ottó eru hér á 10. teig, en þá …
Björgvin og Ottó eru hér á 10. teig, en þá var staðan jöfn. mbl.is/vajo
mbl.is