Besti árangur Tryggva á Íslandsmótinu í holukeppni

Tryggvi slær af 10 teig í undanúrslitaleiknum gegn Magga Lár.
Tryggvi slær af 10 teig í undanúrslitaleiknum gegn Magga Lár. hj/mbl.is

Heimamaðurinn Tryggvi Péturson úr GR náði sínum besta árangri á Íslandsmótinu í holukeppni með því að komast í fjögurra manna úrslit, það var svo hans hlutskipti í dag að tapa báðum leikjunum gegn andstæðingum sínum og enda í fjórða sæti mótsins.

„Ég er ekki búinn að leika mikið golf í ár, tók þátt í fyrsta stigamótinu í ár, lék svo á Íslandsmótinu í höggleik á Akranesi og svo í Meistaramóti GR, ég er annars búinn að spila mun minna golf í sumar en ég hef gert áður.“

Aðspurður hvort hann hefði haft forskot á aðra keppendur þar sem leikið var á hans heimavelli GR, þá sagði hann það væri ekki spurning, hann hefði sjaldan verið að velta því fyrir sér hvaða kylfu hann ætti að nota í mismunandi aðstæðum á mótinu þar sem hann þekkir völlinn mjög vel.

„Ég lenti í basli með dræverinn minn strax í morgun svo ég fór að leika meira með járnunum og það gerði þetta heldur erfiðara fyrir mig. Annars er ég sáttur við þetta í heildina hjá mér“, sagði Tryggvi.

Tryggvi vippar inná 9 flötina í leiknum um þriðja sætið …
Tryggvi vippar inná 9 flötina í leiknum um þriðja sætið gegn Magga Lár. hj/mbl.is
mbl.is