„Vonandi lýkur tímabilinu hjá mér ekki fyrr en 20 nóvember“

Birgir Leifur fær auðveldan fugla á 7. holunni í úrslitaleiknum …
Birgir Leifur fær auðveldan fugla á 7. holunni í úrslitaleiknum í dag. Hann átti fjórar holur á Óla Má eftir sjöundu holuna. mbl.is/hj

Birgir Leifur Hafþórsson sýndi snilldar tilþriðja á Grafarholtinu í dag í undanúrslitum og úrslita leiknum á Íslandsmótinu í holukeppni, Birgir Leifur hitta all flestar brautir, og var vægast sagt sjóðandi heitur í öllum hliðum golfsins.

Birgir Leifur byrjaði á að vinna Tryggva í undanúrslitum og í úrslitum vann hann svo Óla Má úr GK 5/3. Birgir byrjaði á því að fá örn á fyrstu holunni í einvíginu gegn Ólafi Má Sigurðssyni um titilinn, í kjölfarið fylgdi par og þrír fuglarm. Birgir Leifur byrjaði reyndar mjög vel í báðum leikjum dagsins.

„Ég byrjaði vel í dag og það var erfitt fyrir Óla Má að koma til baka eftir að lenda þrem holum undir eftir fyrstu fimm holurnar,“ sagði Birgir Leifur.

„Einvígið í dag var mjög skemmtilegt og ég sagði við kylfusveininn minn að við ættum bara að hafa gaman af þessu þegar ég var búinn að ná þessari þægilegu forystu svona fljótt. Við vorum báðir vel á boltanum í dag sem gerði þetta einvígi skemmtilegt og ég var mjög sáttur við spilamennsku mína í dag.“

Segja má að Birgir Leifur hafi ekki stigið eitt feilspor í leikjum sínum í dag en hann var frekar rólegur yfir þessu öllu saman.

„Vonandi lýkur tímabilinu hjá mér ekki fyrr en 20 nóvember, það er mikið framundan hjá mér, ég tek þátt í sveitakeppninni í golfi um næstu helgi á Keilisvellinum og svo tek ég líklega þátt í móti á Challenge Tour á næstunni, ég fer einnig til Noregs eftir 2-3 vikur og tek þátt í móti þar á mótaröð sem heitir Nordic Link.“

Birgir Leifur mun einnig taka þátt í úrtökumóti fyrir Evrópsku mótaröðina á næstu vikum og ef allt gengur að óskum er tímabilið rétt að byrja hjá honum.

Birgir Leifur slær boltann á 15. holunni í úrslitaleiknum gegn …
Birgir Leifur slær boltann á 15. holunni í úrslitaleiknum gegn Óla Má, klúbbhús GR er í baksýn. Birgir Leifur innsiglaði sigurinn á þessari holu. mbl.is/hj
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert