vikari.is ">

Kristján sló draumahöggið á Tungudalsvelli

Það voru mun betri aðstæður á Tungudalsvelli um helgina.
Það voru mun betri aðstæður á Tungudalsvelli um helgina. AP

Bolvíski kylfingurinn Kristján Jónsson náði draumahögginu á Tungudalsvelli á Ísafirði í gær. Kristján fór þá sjöttu holu vallarins sem er 129 metra löng á aðeins einu höggi. Kristján notaði 7 járn í draumahöggið og lenti boltinn vinstra megin við holuna og rann svo niður halla til hægri ofan í holuna. Kristján er annar Bolvíkingurinn til að fara holu í höggi á þessu ári en stutt er síðan Grímur Lúðvíksson fór holu í höggi á Syðridalsvelli í Bolungarvík. Frá þessu er greint á fréttavefnum vikari.is

mbl.is