Nick Faldo mun hanna golfvöll við Þorlákshöfn

Nick Faldo, t.v., skoðar aðstæður við Þorlákshöfn.
Nick Faldo, t.v., skoðar aðstæður við Þorlákshöfn. mynd/Víkurfréttir

Enski kylfingurinn Nick Faldo er þessa stundina á Íslandi og stendur yfir fundur með fréttamönnum á Nordica hótelinu í Reykjavík þar sem tilkynnt verður að Faldo taki að sér að hanna golfvöll rétt utan við Þorlákshöfn. Völlurinn verður í eigu hlutafélags sem hefur sett það sem markmið að gera völlinn keppnishæfan fyrir alþjóðleg mót.

Faldo sagði í dag við fréttamenn að landslagið á væntanlegum golfvelli væri einstakt og svartar sandstrendur við og á vellinum væru ekki til staðar á mörgum strandvöllum í heiminum. Faldo telur að völlurinn verði í þeim gæðaflokki að hægt verði að bjóða Evrópumótaröðinni að nýta sér völlinn til keppnishalds en völlurinn verður tilbúinn árið 2008. Kostnaðaráætlun hlutafélagsins, Golf Ehf., við framkvæmdina hljóða upp á 800 millj. kr.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert