Woods hefur verið efstur á heimslistanum í 456 vikur

Tiger Woods.
Tiger Woods. Reuters

Tiger Woods frá Bandaríkjunum er sem fyrr í efsta sæti heimslistans í golfi sem var uppfærður í dag en Woods hefur verið í efsta sæti heimslistans í 456 vikur samtals og er hann langt á undan Jim Furyk sem er annar á heimslistanum. Woods sigraði á PGA-meistaramótinu í gær, fjórða og síðasta stórmóti ársins, og hefur hann nú unnið 13 stórmót á ferli sínum. Aðeins Jack Nicklaus hefur unnið fleiri stórmót en hann vann 18 stórmót.

Staða 10 efstu á heimslistanum er þannig:

Tiger Woods, 22.10 stig.
Jim Furyk, 8.69 stig.
Phil Mickelson, 8.44 stig.
Ernie Els, 7.67 stig.
Adam Scott, 6.48 stig.
Padraig Harrington, 6.23 stig.
Vijay Singh, 5.88 stig.
Sergio Garcia, 5.53 stig.
Geoff Ogilvy, 5.49 stig.
Henrik Stenson, 5.30 stig.

Heimslistinn í golfi var fyrst birtur árið 1986 og frá þeim tíma hafa aðeins 11 kylfingar náð efsta sæti listans. Bernhard Langer (3 vikur), Seve Ballesteros (61 vika), Greg Norman (331 vika), Nick Faldo (97 vikur), Ian Woosnam (50 vikur), Fred Couples (16 vikur), Nick Price (44 vikur), Tom Lehman (1 vika), Ernie Els (9 vikur), David Duval (15 vikur) og Vijay Singh (32 vikur).

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert