Anna Lísa mætir ekki í titilvörnina í holukeppninni

Anna Lísa Jóhannsdóttir.
Anna Lísa Jóhannsdóttir. Brynjar Gauti

Anna Lísa Jóhannsdóttir úr GR ætlar ekki að verja titilinn á Íslandsmótinu í holukeppni í kvennaflokki í golfi en keppni í kvennaflokki hefst á laugardag á Urriðavelli. Alls eru 16 kylfingar skráðir til leiks og er Nína Björk Geirsdóttir, Íslandsmeistari í höggleik í efsta sæti styrkleikalista mótsins, og Berglind Björnsdóttir úr GR mætir Nínu í 16-manna úrslitum. Líkt og í karlflokknum er keppt í tveimur riðlum í kvennaflokknum. Helena Árnadóttir úr GR er önnur á styrkleikalista mótsins og getur hún því ekki mætt Nínu fyrr en í úrslitum.

A-riðill:

Nína Björk Geirsdóttir, GKj.
Berglind Björnsdóttir, GR.

Ragna Björk Ólafsdóttir, GK.
Ásta Birna Magnúsdóttir, GK.
Sigurvegarar úr þessum viðureignum mætast í 8-manna úrslitum.

Heiða Guðnadóttir, GS.
Valdís Þóra Jónsdóttir, GL.

Ingunn Gunnarsdóttir GKG.
Tinna Jóhannsdóttir GK.
Sigurvegarar úr þessum viðureignum mætast í 8-manna úrslitum.

B-riðill:

Helena Árnadóttir, GR.
Eygló Mirra Óskarsdóttir, GKG.

Signý Arnórsdóttir, GK.
Þórdís Geirsdóttir, GK.
Sigurvegarar úr þessum viðureignum mætast í 8-manna úrslitum.

Hanna Lilja Sigurðardóttir, GR.
Helga Rut Svanbergsdóttir, GKj.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR.
Ragnhildur Sigurðsson, GR.

Sigurvegarar úr þessum viðureignum mætast í 8-manna úrslitum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert