Örn hefur titilvörnina gegn Guðna á Urriðavelli

Örn Ævar Hjartarson.
Örn Ævar Hjartarson. Brynjar Gauti

Örn Ævar Hjartarson úr Golfklúbbi Suðurnesja hefur titil að verja á Íslandsmótinu í holukeppni sem hefst í fyrramálið á Urriðavelli, heimavelli Golfklúbbsins Odds. Alls eru 64 kylfingar skráðir til leiks og verða leiknar tvær umferðir á dag þar til að úrslitin ráðast síðdegis á sunnudag. Þeir kylfingar sem ná alla leið í úrslitaleikina um 1. og 3. sætið leika því allt að 108 holur á þremur dögum, eða sex sinnum 18 holur. Keppendum er raðað upp í tvo riðla eftir styrkleika miðað við stigalista Kaupþingsmótaraðarinnar. Örn Ævar er efstur á stigalistanum og leikur hann því í fyrstu umferð gegn Guðna Sigurðssyni úr GO sem er með fæst stig af þeim keppendum sem skráðu sig til leiks. Sigurpáll Geir Sveinsson úr Kili er annar á stigalistanum og Steinn Baugur Gunnarsson úr Nesklúbbnum glímir við Sigurpál í fyrstu umferð. Örn Ævar og Sigurpáll geta samkvæmt uppröðun mótsins ekki mæst fyrr en úrslitaleiknum ef þeir ná svo langt. Eftirtaldir kylfingar leika í 1. umferð á morgun:

A-Riðill:

(1.) Örn Ævar Hjartarson, GS.
(64.) Guðni Sigurðsson, GO.

(32.) Haukur Jónsson, GK.
(33.) Nökkvi Gunnarsson, NK.
Þeir sem sigra í þessum viðureignum mætast í 32-manna úrslitum.

(16.) Guðmundur Arason, GR.
(49.) Tómas Freyr Aðalsteinsson, GK.

(17.) Sigurður Pétursson, GR.
(48.) Páll Theódórsson, GKj..
Þeir sem sigra í þessum viðureignum mætast í 32-manna úrslitum.

(8.) Birgir Guðjónsson, GR.
(57.) Tryggvi Pétursson, GR.

(25.) Hjalti Atlason, GR.
(40.) Theodór Sölvi Blöndal, GO.
Þeir sem sigra í þessum viðureignum mætast í 32-manna úrslitum.

(9.) Auðunn Einarsson, GK.
(56.) Gunnar Örn Hreiðarsson, GR.

(24.9 Axel Ásgeirsson, GR.
(41.) Þórður Ingi Jónsson, GK.
Þeir sem sigra í þessum viðureignum mætast í 32-manna úrslitum.

(4.) Hlynur Geir Hjartarson, GK.
(61.) Gestur Gunnarsson, GKG.

(29.) Helgi Ingimundarson, GK.
(36.) Finnur Bessi Sigurðsson, GA.
Þeir sem sigra í þessum viðureignum mætast í 32-manna úrslitum.

(13.) Sturla Ómarsson, GR.
(52.) Gunnar Guðjónsson, GO.

(20.) Sigurbjörn Þorgeirsson, GÓ.
(45.) Rafn Stefán Rafnsson, GO.
Þeir sem sigra í þessum viðureignum mætast í 32-manna úrslitum.

(5.) Davíð Már Vilhjálmsson, GKj.
(60.) Einar Páll Long, GHR.

(28.) Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR.
(37.) Jón Guðmundsson, GR.
Þeir sem sigra í þessum viðureignum mætast í 32-manna úrslitum.

(12.) Guðjón Henning Hilmarsson, GKG.
(53.) Sigurberg Guðbrandsson, GK.

(21.) Davíð Gunnlaugsson, GKj.
(44.) Frans Páll Sigurðsson, GO.
Þeir sem sigra í þessum viðureignum mætast í 32-manna úrslitum.

B-riðill.

(2.) Sigurpáll Geir Sveinsson, GKj.
(63.) Steinn Baugur Gunnarsson, NK.

(31.) Kjartan Dór Kjartansson, GKG.
(34.) Davíð Jónsson, GS.
Þeir sem sigra í þessum viðureignum mætast í 32-manna úrslitum.

(15.) Björn Þór Arnarson, GO.
(50.) Helgi Runólfsson, GK.

(18.) Pétur Óskar Sigurðsson, GR.
(47.) Björgvin Smári Kristjánsson, GKG.
Þeir sem sigra í þessum viðureignum mætast í 32-manna úrslitum.

(7.) Sigurþór Jónsson, GK.
(58.) Arnar Snær Jóhannsson, GR.

(26.) Pétur Freyr Pétursson, GR.
(39.) Rúnar Arnórsson, GK.
Þeir sem sigra í þessum viðureignum mætast í 32-manna úrslitum.

(10.) Kristján Þór Einarsson, GKj..
(55.) Hlynur Þór Stefánsson, GKb..

(23.) Ólafur Hreinn Jóhannesson, GS.
(42.) Ólafur Þór Ágústsson, GK.
Þeir sem sigra í þessum viðureignum mætast í 32-manna úrslitum.

(3.) Haraldur H. Heimisson, GR.
(62.) Kári Örn Hinriksson, GKj.

(30.) Oddur Óli Jónasson, NK.
(35.) Hannes Eyvindsson, GR.
Þeir sem sigra í þessum viðureignum mætast í 32-manna úrslitum.

(14.) Stefán Már Stefánsson, GR.
(51.) Ólafur Már Sigurðsson, GR.

(19.) Axel Bóasson, GK.
(46.) Atli Elíasson, GS.
Þeir sem sigra í þessum viðureignum mætast í 32-manna úrslitum.

(6.) Ottó Sigurðsson, GKG.
(59.) Björn Kristinn Björnsson, GK.

(27.) Sigurður Jónsson, GS.
(38.) Ingvar Karl Hermannson, GA.
Þeir sem sigra í þessum viðureignum mætast í 32-manna úrslitum.

(11.) Ólafur Björn Loftsson, NK.
(54.) Jóhannes Ásbjörn Kolbeinsson, GO.

(22.) Bjarni Sigþór Sigurðsson, GS.
(43.) Guðmundur Ágúst Kristjánsson GR
Þeir sem sigra í þessum viðureignum mætast í 32-manna úrslitum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert