Ólafía sigrað Nínu á 8. holu í bráðabana á Urriðavelli

Þórdís Geirsdóttir.
Þórdís Geirsdóttir. Eyþór Árnason

Það var margt sem kom á óvart í 8-manna úrslitum Íslandsmótsins í holukeppni á Urriðavelli í dag. Ragna Björk Ólafsdóttir úr GK gerði sér lítið fyrir og vann Íslandsmeistarann í höggleik, Nínu Björk Geirsdóttur úr Kili á 26. holu í bráðabana. Ragna mætir Valdísi Þóru Jónsdóttur úr Leyni í undanúrslitum. Valdís vann Tinnu Jóhannsdóttur úr GK á 19. holu í bráðabana og kemur sá sigur einnig á óvart.

Þórdís Geirsdóttir úr Keili heldur uppi merkjum eldri og reyndari kylfinga í undanúrslitunum en hún leikur gegn Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur úr GR. Þórdís vann Helenu Árnadóttur úr GR í dag, 2/1, og Ólafía sigraði Helgu Rut Svanbergsdóttur, 5/4.

Ólafía hefur lagt tvo kylfinga að velli sem fagnað hafa Íslandsmeistaratitlinum í holukeppni en hún vann Ragnhildi Sigurðardóttur í 1. umferð.

Undaúrslitaleikir:

Ragna Björk Ólafsdóttir, GK - Valdís Þóra Jónsdóttir Leynir.

Þórdís Geirsdóttir, GK - Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert