Aðeins 44 kylfingar skráðir til leiks á síðasta stigamótið

Nína Björk Geirsdóttir.
Nína Björk Geirsdóttir. Eyþór Árnason

Næst síðasta mótið á Kaupþingsmótaröðinni í golfi fer fram um næstu helgi í Vestmannaeyjum og verða leiknar 36 holur, 18 á laugardag og 18 á sunnudag. Það vekur athygli að í dag eru aðeins 33 karlar skráðir til leiks og 11 konur og hafa aldrei verið færri keppendur á stigamótum ársins. Forsvarsmenn Golfklúbbs Vestmannaeyja og Golfsambandið íhuga það að setja á laggirnar opið golfmót samhliða stigamótinu í Eyjum - til þess að fjölga keppendum.

Fimm stigahæstu kylfingarnir í kvennaflokki verða með í Eyjum. Nína Björk Geirsdóttir, Íslandsmeistari í höggleik úr Kili Mosfellsbæ, er nú þegar búinn að tryggja sér stigameistaratitilinn en hún mætir til leiks líkt og Ragnhildur Sigurðardóttir (GR), Helena Árnadóttir (GR), Tinna Jóhannsdóttir (GK) og Þórdís Geirsdóttur (GK) Íslandsmeistarinn í holukeppni er í 5. sæti stigalistans. Í karlaflokknum eru aðeins 7 af s 20 stigahæstu kylfingum Kaupþingsmótaraðarinnar skráðir til leiks. Örn Ævar Hjartarson (GS), Ottó Sigurðsson (GKG), Íslandsmeistari í holukeppni, og Sigurpáll Geir Sveinsson (GKj eru allir að undirbúa sig fyrir úrtökumótið á Evrópumótaröðinni. Keilismaðurinn Björgvin Sigurbergsson, sem er Íslandsmeistari í höggleik verður ekki með. Haraldur H. Heimisson úr GR er efstur á stigalista þeirra sem taka þátt á mótinu í Eyjum en hann er í 5. sæti.

Nánar í Morgunblaðinu á morgun.

Staða 20 efstu á stigalista karla á Kaupþingsmótaröðinni.

Feitletruðu nöfnin verða með á næsta stigamóti.

1. Örn Ævar Hjartarson GS 316.31
2. Ottó Sigurðsson GKG 295.20
3. Sigurpáll Geir Sveinsson GKJ 255.24
4. Björgvin Sigurbergsson GK 246.24
5. Haraldur Hilmar Heimisson GR 207.43
6. Alfreð Brynjar Kristinsson GR 202.35
7. Hlynur Geir Hjartarson GK 154.25
8. Sigurþór Jónsson GK 144.23
9. Davíð Már Vilhjálmsson GKJ 142.61
10. Arnór Ingi Finnbjörnsson GR 141.00
11. Kristján Þór Einarsson GKJ 120.80
12. Birgir Guðjónsson GR 102.46
13. Auðunn Einarsson GK 95.18
14. Magnús Lárusson GKJ 85.11
15. Sigmundur Einar Másson GKG 82.96
16. Theodór Sölvi Blöndal GO 80.62
17 Valgeir Tómasson GKG 78.33
18. Stefán Már Stefánsson GR 77.89
19. Ólafur Björn Loftsson NK 72.60
20. Sigurður Pétursson GR 70.28
Staða 10 efstu á stigalista kvenna á Kaupþingsmótaröðinni
Nafn Klúbbur Stig
1 Nína Björk Geirsdóttir GKJ 622.04
2 Ragnhildur Sigurðardóttir GR 401.69
3 Helena Árnadóttir GR 294.44
4 Tinna Jóhannsdóttir GK 291.62
5 Þórdís Geirsdóttir GK 282.54
6 Ragna Björk Ólafsdóttir GK 211.90
7 Heiða Guðnadóttir GS 140.85
8 Hanna Lilja Sigurðardóttir GR 135.67
9 Valdís Þóra Jónsdóttir GL 128.41
10 Ásta Birna Magnúsdóttir GK 126.65
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert