Nína sigraði með fjögurra högga mun í Eyjum

Nína Björk Geirsdóttir.
Nína Björk Geirsdóttir. mbl.is/Eyþór

Nína Björk Geirsdóttir úr Kili sigraði á fimmta stigamótinu á Kaupþingsmótaröðinni í Vestmannaeyjum í dag en hún lék á 11 höggum yfir pari samtals,76 og 75 höggum. Nína hafði fyrir mótið tryggt sér stigameistaratitilinn í kvennaflokki en hún varð Íslandsmeistari í höggleik á þessu sumri. Helena Árnadóttir úr GR lék á 15 höggum yfir pari samtals í Eyjum og endaði hún í öðru sæti en Íslandsmeistarinn í holukeppni, Þórdís Geirsdóttir úr GK, varð þriðja á 19 höggum yfir pari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert