Tvö draumahögg í röð á sömu holunni

Golfboltinn frá 1840 er úr leðri en þeir Gerhart og …
Golfboltinn frá 1840 er úr leðri en þeir Gerhart og Brady notuðu ekki slíka bolta þegar þeir fóru holu í höggi. AP

Thomas Brady, áhugakylfingur frá Bandaríkjunum, sló draumahöggið á Banks – golfvellinum á dögunum en það merkilega við atvikið var að Dennis Gerhart félagi hans var næstur í röðinni á teig og sló hann einnig beint í holu eftir upphafshöggið.

Þetta var í fyrsta sinn sem þeir Brady og Gerhart ná því að fara holu í höggi. Líkurnar á því að venjulegur kylfingur fari holu í höggi eru 1:5000 en samkvæmt bandaríska golftímaritinu Golf Digest eru líkurnar 1:17 milljónum að tveir kylfingar í sama ráshóp fari holu í höggi á sömu holunni. Brady, sem er 41 árs gamall, notaði 6-járn í upphafshöggið á 7. braut vallarins sem er um 160 m löng. Gerhart er 57 ára gamall og sló hann með 5-járni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert