Heiðar í 33. sæti eftir fyrsta hringinn í Skandeborg

Heiðar Davíð Bragason.
Heiðar Davíð Bragason. Eyþór Árnason

Heiðar Davíð Bragason er í 33. sæti á Unibake Masters atvinnumótinu í golfi sem fram fer Skandeborg í Danmörku en hann lék á einu höggi yfir pari í dag, eða 69 höggum. Það er óhætt að segja að sviptingar hafi verið á hringnum í dag hjá Heiðari. Hann lék fyrri 9 holurnar á 38 höggum eða 4 höggum yfir pari vallar. Hann fékk síðan fjóra fugla í röð á 10.-13. braut og lék hann síðari 9 holurnar á 31 höggi eða 3 höggum yfir pari. Besta skor mótsins er 6 högg undir pari vallar en par vallarins er aðeins 68 högg.

Staðan á mótinu.

Skorkort Birgis.

Heiðar Davíð Bragason.
Heiðar Davíð Bragason. Eyþór Árnason
mbl.is

Bloggað um fréttina