Kaymer er efstur á Abu Dhabi meistaramótinu

Martin Kaymer frá Þýskalandi.
Martin Kaymer frá Þýskalandi. AP

Martin Kaymer, sem var nýliði ársins 2007 á Evrópumótaröðinni í golfi, er efstur að loknum fyrsta keppnisdegi á Abu Dhabi - meistaramótinu sem hófst í dag í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Þjóðverjinn lék á 66 höggum eða 6 höggum undir pari vallar en hann fékk einn örn (-2) og fimm fugla (-1) á  hringnum.

Henrik Stenson frá Svíþjóð er annar á 67 höggum og Ástralinn Adam Scott er á 68 höggum líkt og Robert Karlsson.  Kaymer segir að hann hafi sett sér það markmið að leika vel á næstu þremur mótum sem fram fara í löndum við Persaflóa og bæta þannig stöðu sína fyrir heimsmótið í holukeppni.

Padraig Harrington frá Írlandi, sem sigraði á Opna breska meistaramótinu á síðasta ári, lék á 70 höggum eða 2 höggum undir pari. Englendingurinn Paul Casey hóf titilvörnina frekar illa en hann lék á 75 höggum í dag.


Staðan efstu manna á mótinu:

Martin Kaymer, 66 (-6)
Henrik Stenson 67
Robert Karlsson 68
Adam Scott 68
Lee Westwood 69
Peter Hedblom 69
Ignacio Garrido 69
Jamie Donaldson 70
Mikko Ilonen 70
Damien McGrane 70
Alexander Noren 70
Steve Webster 7
Ian Poulter 70
Charls Schwartzel 70
Mark Foster 70
Thomas Aiken 70
Ross McGowan 70
Thomas Levet 70
Paul Lawrie 70
Gonzalo Fernando-Castano 70

Heildarstaðan

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert