Stenson hefur titil að verja

Henrik Stenson.
Henrik Stenson. Reuters

Á fimmtudag hefst eitt af stærstu mótum keppnistímabilsins á PGA-mótaröðinni í golfi en þar eigast við 64 efstu kylfingar heimslistans. Keppnisfyrirkomulagið er holukeppni og kylfingunum er raðað í riðla eftir stöðu þeirra á heimslistanum. Henrik Stenson frá Svíþjóð hefur titil að verja á þessu móti sem fram fer í Arizona en athyglin mun eflaust beinast helst að þeim Tiger Woods og Phil Mickelson.

Keppt er í fjórum riðlum og mætast sigurvegarnir úr hverjum riðli í undanúrslitum mótsins. Woods ef efstur á styrkleikalista mótsins og mætir hann J.B. Holmes í fyrstu umferð en hann er 64. sæti styrkleikalista  mótsins.

Þeir sem mætast í fyrstu umferð eru:

Bobby Jones riðill:
Tiger Woods (Bandaríkin) -  J.B. Holmes (Bandaríkin)
Mike Weir (Kanada) - Arron Oberholser (Bandaríkin)
Zach Johnson (Bandaríkin) - David Toms (Bandaríkin)
Aaron Baddeley (Ástralía) - Mark Calcavecchia (Bandaríkin)
Rory Sabbatini (Suður-Afríka) -  Bradley Dredge (Wales)
Paul Casey (England) - Robert Karlsson (Svíþjóð)
K.J. Choi (Suður-Kórea) -  Camilo Villegas (Kólumbía)
Ian Poulter (England) - Sören Hansen (Danmörk)

Ben Hogan riðill:
Ernie Els (Suður-Afríka) - Jonathan Byrd (Bandaríkin)
Retief Goosen (Suður-Afríka) -  Andres Romero (Argentína)
Henrik Stenson (Svíþjóð) -  Robert Allenby (Ástralía)
Trevor Immelman (Suður-Afríka) - Shingo Katayama (Japan)
Adam Scott (Ástralía) - Brendan Jones (Ástralía)
Toru Taniguchi (Japan) -  Woody Austin (Bandaríkin)
Sergio Garcia (Spánn) - John Senden (Ástralía)
Martin Kaymer (Þýskaland) - Boo Weekley (Bandaríkin)
Sigurvegararnir úr Bobby Jones riðlinum og Ben Hogan riðlinum leika í undanúrslitum.

Gary Player riðill:

Phil Mickelson (Bandaríkin) - Pat Perez (Bandaríkin)
Stuart Appleby (Ástralía) - Tim Clark (Suður-Afríka)
Geoff Ogilvy (Ástralía) - Justin Leonard (Bandaríkin)
Lee Westwood (England) - Brandt Snedeker (Bandaríkin)
Justin Rose (England) - Rod Pampling (Ástralía)
Scott Verplank (Bandaríkin) - Nick O'Hern (Ástralía)
Vijay Singh (Fijí) - Peter Hanson (Svíþjóð)
Niclas Fasth (Svíþjóð) -  Richard Green (Ástralía)

Sam Snead riðill:
3-Steve Stricker (Bandaríkin) - Daniel Chopra (Svíþjóð)
Richard Sterne (Suður-Afríka) -  Hunter Mahan (Bandaríkin)
Angel Cabrera (Argentína) - Anders Hansen (Danmörk)
Luke Donald (England) - Nick Dougherty (England)
Jim Furyk (Bandaríkin) - Colin Montgomerie (Skotland)
Stephen Ames (Kanada) - Charles Howell (Bandaríkin)
Padraig Harrington (Írland) - Jerry Kelly (Bandaríkin)
Stewart Cink (Bandaríkin) - Miguel A. Jimenez (Spánn)
Sigurvegararnir úr Gary Player riðlinum og Sam Snead riðlinum leika í undanúrslitum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert