Birgir er í 857. sæti heimslistans

Birgir Leifur Hafþórsson.
Birgir Leifur Hafþórsson. Reuters

Bandaríkjamaðurinn Anthony Kim fór upp 21 sæti á heimslistanum í golfi eftir sigurinn á Wachovia-meistaramótinu en hann er í 16. sæti listans. Adam Scott frá Ástralíu er í þriðja sæti listans og hefur sætaskipti við Ernie Els frá Suður-Afríku. Írinn Peter Lawrie sigraði á Opna spænska meistaramótinu s.l. sunnudag og var það fyrsti sigur hans á Evrópumótaröðinni. Lawrie er í 156. sæti heimslistans þrátt fyrir að hafa farið upp um 87 sæti. 

Birgir Leifur Hafþórsson er í 857. sæti heimslistans en Birgir er í 252. sæti á peningalistans á Evrópumótaröðinni. Hann er á meðal keppenda á Opna ítalska meistaramótinu sem hefst á fimmtudag. 


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert