Kristján Þór Einarsson Íslandsmeistari 2008

Kristján Þór Einarsson Íslandsmeistari 2008.
Kristján Þór Einarsson Íslandsmeistari 2008. mbl.is/Sigfús

Kristján Þór Einarsson úr GKj er Íslandsmeistari í höggleik karla árið 2008. Hann hafði betur í tveggja holu bráðabana við Heiðar Davíð Bragason, GR, eftir að þeir höfðu leikið ásamt Björgvini Sigurbergssyni, GK, þriggja holu umspil þar sem Björgvin féll út. 

Báðir fengu par á átjándu í fyrstu umferð bráðabanans og fóru því aftur á teig.

Heiðar Davíð lagði upp í öðru höggi en Kristján Þór fór yfir tjörnina og var aðeins hægra megin við flötina á mjög góðum stað. 

mbl.is

Bloggað um fréttina