Stefán Már efstur eftir fyrsta hring

Stefán Már Stefánsson.
Stefán Már Stefánsson. mbl.is/Eyþór Árnason

Stefán Már Stefánsson úr GR er efstur eftir fyrsta hring á móti á Spáni, sem er á Hi5 mótaröðinni. Hann lék hringinn í dag á fimm höggum undir pari og á eitt högg á enskan kylfing.

Magnús Lárusson náði sér hins vegar ekki á strik og lauk leik á fjórum höggum yfir pari og er í  52. til 62. sæti af 91 keppenda.

mbl.is

Bloggað um fréttina