Tiger Woods opnar fjölskyldualbúmið

Sam Alexis, Elin, Tiger og Charlie Axel.
Sam Alexis, Elin, Tiger og Charlie Axel. AP

Kylfingurinn Tiger Woods og eiginkona  hans Elin eignuðust son þann 8. febrúar s.l. og er það annað barn þeirra en fyrir áttu þau dótturina Sam Alexis sem fæddist í júní árið 2007. Í gær voru birtar myndir af fjölskyldunni og eru það fyrstu myndirnar sem birtast af þeim frá því að sonurinn Charlie Axel Woods kom í heiminn. 

Woods er tekjuhæsti íþróttamaður heims en hann hefur ekkert leikið á atvinnumótum frá því hann sigraði á opna bandaríska meistaramótinu í Torrey Pines vellinum í júní á s.l. ári. Woods var með slitið krossband í hné á því móti og fór hann í aðgerð að því loknu.

Á ferlinum hefur Woods sigrað á 14 stórmótum en aðeins Jack Nicklaus hefur sigrað á fleiri stórmótum á ferlinum eða 18 alls.

Stórmótin fjögur eru Mastersmótið, opna bandaríska meistaramótið, opna breska meistaramótið og PGA-meistaramótið.

Woods ætlar sér að leika á Mastersmótinu sem fram fer í byrjun apríl en líklega mun hann keppa á heimsmótinu sem fram fer í Miami 12.-15. mars.


Tiger og sonur hans Charlie Axel.
Tiger og sonur hans Charlie Axel. AP
Charlie Axel Woods.
Charlie Axel Woods. AP
Sam Alexis heldur á litla bróður sínum, Charlie Axel.
Sam Alexis heldur á litla bróður sínum, Charlie Axel. AP
Charlie Axel Woods.
Charlie Axel Woods. AP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert