Eygló Myrra mætir Ásgeiri í ABC bikarnum

Eygló Myrra Óskarsdóttir.
Eygló Myrra Óskarsdóttir. mbl.is/oddur.is

Í kvöld kl. 18.50 á Grafarholtsvelli verður spennandi viðureign í ABC bikarnum. Eygló Myrra Óskarsdóttir GO með 3 í forgjöf, margfaldur Íslandsmeistari unglinga og ein af okkar betri kvenkylfingum mætir Ásgeiri Ragnarssyni GVG, sem er með 7,7 í forgjöf.

Þar sem keppni á ABC bikarnum er punktakeppni með forgjöf og  með útsláttarfyrirkomulagi er nokkuð víst að hér verður látið sverfa til stáls, því það er alveg öruggt að bara annar þessara góðu kylfinga kemst áfram.

Allir áhugasamir kylfingar eru hvattir til að mæta í Grafarholtið og fylgjast með viðureigninni sem byrjar stundvíslega kl. 18.50 eins og fyrr segir. Auðvelt er að fylgjast með keppninni því hér er eingöngu um einvígi tveggja kylfinga að ræða. 

mbl.is