Birgir Leifur lauk þriðja degi á einum undir pari

Birgir Leifur Hafþórsson.
Birgir Leifur Hafþórsson. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Birgir Leifur Hafþórsson hefur lokið keppni á þriðja hring á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina á Spáni. Hann lék á einu höggi undir pari í dag og hefur þar með leikið á samtals 10 höggum yfir pari á mótinu.

Birgir Leifur fékk fimm fugla á síðustu níu holunum í dag og lék tíu holur af átján á pari. Hann fékk hinsvegar tvo skolla og einn tvöfaldan skolla.

Eftir fjóra keppnisdaga komast um það bil 75 efstu áfram og leika tvo síðustu dagana um 30 sæti á Evrópumótaröðinni á næsta ári.  Þeir sem eru í kringum 75. sætið eru á einu til tveimur höggum undir pari samtals svo Birgir Leifur á enn langt í land með að ná þeim. Endanleg staða eftir daginn í dag liggur ekki fyrir en Birgir er í kringum 150. sætið.

mbl.is

Bloggað um fréttina