Tiger Woods úr leik í Arizona

Tiger Woods
Tiger Woods Reuters

Tiger Woods er úr leik á heimsmótinu í holukeppni sem fram fer í Arizona-ríki í Bandaríkjunum. Tiger tapaði fyrir Nick Watney á 18. og síðustu holunni í annarri umferð mótsins.

Tiger sló Spánverjann Gonzalo Fernandez-Castano út í fyrstu umferð og þótti slá vel á móti Watney en púttin urðu kappanum að falli.

„Ég klikkaði ekki á einu einasta höggi sem er jákvætt. Það var gaman að hitta boltann svona vel en því miður þá tókst mér ekki að setja niður þau pútt sem ég þurfti að setja niður,“ sagði Tiger við fjölmiðlamenn að rimmunni lokinni.

mbl.is