Tiger í forystu ásamt Furyk og Toms

Tiger vippar boltanum úr sandgryfju.
Tiger vippar boltanum úr sandgryfju. AFP

Bandaríkjamennirnir Tiger Woods, Tim Furyk og David Toms eru með forystu eftir tvo hringi á US Open í golfi sem stendur yfir í San Fransisco. Allir hafa þeir leikið á 139 höggum.

Næstir á eftir þeim á 141 höggi koma þeir John Peterson, Bandaríkjunum, Belginn Nicolas Colsaerts, N-Írinn Graeme McDowell og Michael Thompson frá Bandaríkjunum.

Tiger Woods lék allan hringinn á 70 höggum en hann stefnir á að vinna US Open í fjórða sinn og vinna þar með sitt 15. risamót á ferlinum.

Meðal þeirra sem ekki komust í gegnum niðurskurðinn voru Englendingurinn Luke Donald, efsti maður á heimlistanum, en hann var á samtals 11 höggum yfir parinu. N-Írinn Rory McIlroy sem fagnaði sigri á US Open í fyrra er einnig úr leik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert