Day fagnaði sigri og er efstur á heimslistanum

Jason Day, til hægri.
Jason Day, til hægri. AFP

Ástralinn Jason Day bar sigur úr býtum á heimsmótinu í holukeppni í golfi sem lauk í Austin í Texas í Bandaríkjunum í gærkvöld.

Day hafði betur gegn S-Afríkumanninum Louis Oosthuizen í úrslitum og gerði út um einvígið á 14. holu. Day endurtók þar með leikinn fyrir tveimur árum þegar hann hrósaði sigri á þessu móti.

Sigurinn í gærkvöld fleytti Day í toppsæti heimslistans sem gefinn var út í morgun. Hann komst upp fyrir Jordan Spieth sem tapaði í 16 manna úrslitunum á heimsmótinu.

mbl.is