Valdís fékk örn og er meðal efstu kylfinga

Valdís Þóra Jónsdóttir.
Valdís Þóra Jónsdóttir. Ljósmynd/LET/Tristan Jones

Valdís Þóra Jónsdóttir náði heldur betur að svara fyrir slæma byrjun á fyrsta hring á Estrella Damm-mótinu á Evrópumótaröðinni sem fram fer á Terremar-vellinum á Spáni. Valdís kom í hús á þremur höggum undir pari og er í 7.-11. sæti.

Valdís byrjaði hringinn þó afskaplega illa og fékk fjóra skolla í röð á fyrri níu holunum. Hún rétti hins vegar sannarlega úr kútnum, krækti í fimm fugla og kórónaði svo umskiðtin með því að fá örn á 16. brautinni. Hún kom í hús á 68 höggum eða þremur undir pari.

Í efsta sæti eftir fyrsta hring er hin sænska Anna Nordqvist en Valdís er sem fyrr segir í 7.-11. sæti fyrir annan hringinn sem leikinn er á morgun.

Þetta er þriðja mótið sem Val­dís Þóra tek­ur þátt á LET Evr­ópu­mótaröðinni en hún hef­ur endað í 51. og 50. sæti á fyrstu tveim­ur mót­un­um og komst í gegn­um niður­skurðinn á þeim báðum

mbl.is