Valdís Þóra einu höggi yfir pari eftir níu holur

Valdís Þóra Jónsdóttir.
Valdís Þóra Jónsdóttir. Ljósmynd/LET/Tristan Jones

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Leyni, er búin að leika níu holur á öðrum keppnisdeginum á Mediterranean ladies open á Spáni en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni.

Valdís Þóra er einu höggi yfir pari vallarins eftir níu fyrstu holurnar í dag og er samtals á tveimur höggum undir pari og er þegar þetta er skrifað í 13.-21. sæti. Hún var í 8. sæti eftir fyrsta hringinn í gær sem hún lék á 68 höggum eða þremur höggum undir pari vallarins eftir að hafa verið á fjórum yfir pari á fyrstu sex holunum.

mbl.is