Valdís flaug í gegnum niðurskurðinn

Valdís Þóra Jónsdóttir
Valdís Þóra Jónsdóttir

Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir er í 8. sæti á þremur höggum undir pari eftir tvo hringi á VP Bank Ladies Open-golf­mót­inu á LET-Access-mótaröðinni í golfi, þeirri næststerkustu í Evrópu.

Valdís lék á einu höggi undir pari í dag og fylgdi vel á eftir fínum hring í gær og flýgur hún í gegnum niðurskurðinn sem settur var á +3.

mbl.is