Guðmundur lék best Íslendinganna

Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson. Ljósmynd/GSÍ

Fimm íslenskir kylfingar hófu leik í dag á Fjallbacka Open mótinu í golfi í Svíþjóð en mótið er hluti af Nordic Golf-mótaröðinni sem er í þriðja styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu.

Guðmundur Ágúst Kristjánsson lék best af Íslendingum í dag en hann lék hringinn á 69 höggum eða tveimur höggum undir pari vallarins. Hann er í 10. sæti ásamt fleiri kylfingum.

Haraldur Franklín lék á 70 höggum eða einu undir parinu og 18. sætinu ásamt fleiri. Axel Bóasson lék á 71 höggi og jafn fleirum í 28. sæti. Andri Þór Björnsson lék á tveimur yfir pari og er í 55. sæti og Ólafur Björn Loftsson lauk keppni á fimm höggum yfir parinu og jafn fleiri kylfingum í 100. sætinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert