Ólafía lék á tveimur yfir pari

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. AFP

Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék fyrsta hringinn á Kingsmill Championship mótinu í golfi í Williamsburg í Virginíu á 73 höggum eða á tveimur höggum yfir parinu.

Þetta er sjöunda mót Ólafíu í LPGA-mótaröðinni, þeirri sterkustu í heimi. Ólafía lék 12 holur á pari, fékk fjóra skolla og tvo fugla.

Ekki hafa allir kylfingar lokið keppni þegar þetta er skrifað en Ólafía Þórunn er ásamt fleiri kylfingum í 99. sætinu.

Fylgst var með Ólafíu í beinni textalýsingu sem sjá má hér að neðan.

Ólafía í Virginíu opna loka
kl. 21:07 Textalýsing PAR - Ólafía lýkur hringnum með því að fá par. Hún lék hringinn á 73 höggum eða á tveimur höggum yfir pari og er sem stendur í 98. sæti ásamt fleiri kylfingum. Vonandi gerir Ólafía betur á morgun.
mbl.is