Birgir náði ekki góðum hring

Birgir Leifur Hafþórsson.
Birgir Leifur Hafþórsson.

Atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson kemst að líkindum ekki í gegnum niðurskurðinn á Andalucía Costa del Sol-mótinu á Spáni en hann lék annan hringinn í dag á fjórum höggum yfir pari, eða 75 höggum.

Birgir var í góðri stöðu eftir fyrsta hringinn í gær en þá lék hann á 68 höggum, þremur undir pari, og hóf keppni í dag í 13.-26. sæti. Nú er hann hinsvegar í 67.-84. sæti á samtals einu höggi yfir pari, en aðeins í kringum þrjátíu efstu af 152 keppendum halda áfram eftir daginn í dag.

mbl.is