Frábær hringur hjá Haraldi Franklín

Haraldur Franklín Magnús.
Haraldur Franklín Magnús. Ljósmynd/GSÍ

Haraldur Franklín Magnús, atvinnukylfingur úr GR, fór á kostum á öðrum hringnum á Fjäll­backa Open-mót­inu í golfi í Svíþjóð í dag en mótið er hluti af Nordic Golf-mótaröðinni.

Haraldur lék hringinn á 64 höggum eða 7 höggum undir parinu og er sem stendur í forystu ásamt kylfingi frá Noregi en báðir eru þeir á 8 höggum undir pari samtals.

Fjórir aðrir Íslendingar taka þátt í mótinu. Guðmundur Ágúst Kristjánsson er þremur höggum undir parinu og er í 15. sæti, Axel Bóasson er á pari í 33. sæti, Andri Þór Björnsson er tveimur höggum yfir pari og er í 52. sæti og Ólafur Björn Loftsson er á sex höggum yfir pari í 100. sætinu ásamt fleiri kylfingum.

Haraldur, Axel og Guðmundur Ágúst komast í gegnum niðurskurðinn og leika lokahringinn á morgun er þátttöku Andra Þóra og Ólafs Björns er lokið.

mbl.is