Þrír jafnir eftir fyrsta hringinn

Gunnar Smári Þorsteinsson í Leirunni í dag. Hann er einn ...
Gunnar Smári Þorsteinsson í Leirunni í dag. Hann er einn af þremur efstu eftir fyrsta hring. Ljósmynd/seth@golf.is

Þrír kylfingar eru efstir og jafnir eftir fyrsta hringinn í karlaflokki á fyrsta móti ársins í Eimskipsmótaröðinni, því þriðja í mótaröðinni 2016-17, sem fram fer á Hólmsvelli í Leirunni.

Gunnar Smári Þorsteinsson, GR, Dagbjartur Sigurbrandsson, GR, og Hlynur Bergsson, GKG, eru allir á þremur höggum undir parinu og skammt á eftir þeim kemur Stefán Már Stefánsson, GR, en hann er á tveimur höggum undir parinu.

mbl.is