Guðmundur komst ekki í gegnum niðurskurðinn

Guðmundur Ágúst Kristjánsson náði sér ekki á strik í Svíþjóð.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson náði sér ekki á strik í Svíþjóð. Ljósmynd/Golf.is

Guðmundur komst ekki í gegnum niðurskurðinn á Nordea Masters mótinu í golfi. Guðmundur lék á 79 höggum í gær og 78 höggum í dag, samtals 11 höggum yfir pari.

Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni, sterkustu atvinnumótaröð álfunnar, en það var haldið á Bar­sebäck-vell­in­um í Svíþjóð. Flestir þátttakendur mótsins eru stórkylfingar með margra ára reynslu af sterkustu mótaröðum heims. Góður árangur hjá Guðmundi Ágústi að komast inn á þetta gríðarlega sterka mót, en hann er fjórði íslenski karlinn sem leikur á Evrópumótaröðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert