Hákon efstur á vallarmeti

Hákon Örn Magnússon bætti vallarmet í dag.
Hákon Örn Magnússon bætti vallarmet í dag. Ljósmynd/Sigurður Elvar Þórisson

Hákon Örn Magnússon er efstur í karlaflokki á Símamótinu, fjórða stigamóti Eimskipsmótaraðarinnar í golfi, eftir fyrsta keppnisdag. Hákon lék á sex höggum undir pari og jafnaði hann vallarmetið á Hamarsvelli í leiðinni.

Á eftir honum kemur hinn 16 ára gamli Kristófer Karl Karlsson ásamt Kristjáni Þór Einarssyni á fjórum höggum undir pari. Aðstæður voru góðar í dag þegar fyrsti ráshópur í karlaflokki fór af stað kl 8.30, völlurinn blautur en stillt veður með stöku skúrum.

Í næstu sætum þar á eftir koma Lárus Ingi Antonsson sem er fæddur árið 2002 og er 15 ára og Vikar Jónasson sem er tvítugur. 

mbl.is