Helga fyrst á Hamarsvelli

Helga Kristín Einarsdóttir.
Helga Kristín Einarsdóttir. mbl.is/Styrmir Kári

Símamótið, fjórða stigamót Eimskipsmótaraðarinnar í golfi hófst í dag á Hamarsvelli í Borgarnesi. Fyrstu ráshópar í kvennaflokki fóru af stað kl 7:30, en þá var svolítill vindur. Aðstæður voru annars nokkuð góðar, völlurinn blautur eftir rigningar síðustu daga.

Helga Kristín Einarsdóttir (GK) er efst í kvennaflokki  Símamótsins eftir fyrsta dag. Helga lék á einu höggi yfir pari, en hin 15 ára efnilega Hulda Clara Gestsdóttir (GKG) er næst á þremur höggum yfir pari, ásamt Sögu Traustadóttur (GR).

Annar keppnisdagur hefst á morgun og mótið klárast svo á sunnudag.

mbl.is